Áður en Trent Alexander-Arnold tók þá ákvörðun að yfirgefa Liverpool, þá bauð félagið honum samning sem hefði gert hann að einum launahæsta bakverði heims.
Þetta herma heimildir ESPN en Alexander-Arnold mun í sumar ganga í raðir Real Madrid.
Þetta herma heimildir ESPN en Alexander-Arnold mun í sumar ganga í raðir Real Madrid.
Liverpool hóf samningaviðræður við Alexander-Arnold á meðan Jurgen Klopp var enn stjóri liðsins. Þær viðræður héldu svo áfram þegar Arne Slot tók við liðinu.
Liverpool bauð honum myndalega launahækkun en Liverpool áttaði sig á því í vor að hann væri ekki að fara að skrifa undir. Hann tjáði svo Slot það í síðasta mánuði að hann væri á förum.
Alexander-Arnold telur sig þurfa nýja áskorun og verður áhugavert að sjá hvernig það gengur upp hjá honum.
Athugasemdir