Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   mið 07. maí 2025 13:30
Elvar Geir Magnússon
„Freyrday I'm in Love“
Borðinn góði.
Borðinn góði.
Mynd: X
Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson hefur skapað sér miklar vinsældir hjá stuðningsmönnum Brann.

Blaðamaður­inn And­ers Pamer hjá Ber­gens Tidende fjallaði í vikunni um vinsældir Freys en þær sjást til dæmis á nýjum borða sem stuðningsmenn hafa látið gera.

Þar er mynd af Frey og textinn "Freydray I'm in Love" sem er tilvísun í frægt lag með The Cure.

Brann hefur unnið fimm deildarleiki í röð og trónir á toppnum eftir að hafa leikið sex umferðir. Brann hefur þótt spila mjög skemmtilegan fótbolta og leikir liðsins haft hátt skemmtanagildi.



Athugasemdir
banner
banner