Mikel Arteta stjóri Arsenal vakti ekki mikla kátínu meðal stuðningsmanna Liverpool þegar hann gantaðist með að Arsenal hefði unnið enska titilinn síðustu tvö ár vegna þess að lið hans fékk fleiri stig en Liverpool hefur fengið á þessu tímabili.
Arteta var að vitna í það á fréttamannafundi að Liverpool var krýnt meistari á þessu tímabili með færri stig en Arsenal fékk þegar liðið endaði í öðru sæti á eftir Manchester City síðustu tvö tímabil.
Arteta var að vitna í það á fréttamannafundi að Liverpool var krýnt meistari á þessu tímabili með færri stig en Arsenal fékk þegar liðið endaði í öðru sæti á eftir Manchester City síðustu tvö tímabil.
„Að vinna titla snýst um að vera á réttum stað á réttum tíma. Liverpool hefur unnið titilinn með færri stig en við fengum síðustu tvö tímabil. Með stig síðustu tveggja tímabila værum við með tvo Englandsmeistaratitla," sagði Arteta brosandi.
Liverpool er með 82 stig og gæti enn fengið meira en 89 stig sem er stigafjöldinn sem Arsenal fékk síðasta tímabil, og 84 stigin sem Arsenal fékk árið á undan. Liverpool tryggði sér titilinn í apríl þegar enn voru fjórar umferðir eftir.
„Vonandi verðum við á réttum stað á réttum tíma í París og vinnum okkur rétt til að komast í úrslitaleikinn," segir Arteta en seinni leikur PSG og Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar verður í kvöld. PSG vann fyrri leikinn 1-0.
Síðasti titill sem Arsenal fékk var FA-bikarinn sem Arteta lyfti á sínu fyrsta tímabili sem stjóri 2020.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 35 | 25 | 7 | 3 | 81 | 35 | +46 | 82 |
2 | Arsenal | 35 | 18 | 13 | 4 | 64 | 31 | +33 | 67 |
3 | Man City | 35 | 19 | 7 | 9 | 67 | 43 | +24 | 64 |
4 | Newcastle | 35 | 19 | 6 | 10 | 66 | 45 | +21 | 63 |
5 | Chelsea | 35 | 18 | 9 | 8 | 62 | 41 | +21 | 63 |
6 | Nott. Forest | 35 | 18 | 7 | 10 | 54 | 42 | +12 | 61 |
7 | Aston Villa | 35 | 17 | 9 | 9 | 55 | 49 | +6 | 60 |
8 | Bournemouth | 35 | 14 | 11 | 10 | 55 | 42 | +13 | 53 |
9 | Brentford | 35 | 15 | 7 | 13 | 62 | 53 | +9 | 52 |
10 | Brighton | 35 | 13 | 13 | 9 | 57 | 56 | +1 | 52 |
11 | Fulham | 35 | 14 | 9 | 12 | 50 | 47 | +3 | 51 |
12 | Crystal Palace | 35 | 11 | 13 | 11 | 44 | 48 | -4 | 46 |
13 | Wolves | 35 | 12 | 5 | 18 | 51 | 62 | -11 | 41 |
14 | Everton | 35 | 8 | 15 | 12 | 36 | 43 | -7 | 39 |
15 | Man Utd | 35 | 10 | 9 | 16 | 42 | 51 | -9 | 39 |
16 | Tottenham | 35 | 11 | 5 | 19 | 63 | 57 | +6 | 38 |
17 | West Ham | 35 | 9 | 10 | 16 | 40 | 59 | -19 | 37 |
18 | Ipswich Town | 35 | 4 | 10 | 21 | 35 | 76 | -41 | 22 |
19 | Leicester | 35 | 5 | 6 | 24 | 29 | 76 | -47 | 21 |
20 | Southampton | 35 | 2 | 5 | 28 | 25 | 82 | -57 | 11 |
Athugasemdir