Inter Miami hefur ákveðið að afsala sér þeim möguleika að reyna að fá Kevin De Bruyne frá Manchester City. Ef De Bruyne endar í bandarísku MLS-deildinni er því líklegast að hann fari til Chicago Fire.
Miami var með forgangsrétt í Bandaríkjunum til að ræða við De Bruyne en nú er ljóst að þessi 33 ára belgíski landsliðsmaður verður ekki samherji Lionel Messi, Luis Suarez og Sergio Busquets.
Miami var með forgangsrétt í Bandaríkjunum til að ræða við De Bruyne en nú er ljóst að þessi 33 ára belgíski landsliðsmaður verður ekki samherji Lionel Messi, Luis Suarez og Sergio Busquets.
Chicago er nú með fyrsta rétt á að ræða við De Bruyne en í síðasta mánuði var tilkynnt að hann myndi yfirgefa City þegar núgildandi samningur hans rennur út eftir tímabilið.
Guardian segir að umboðsmenn De Bruyne muni funda með Chicago en liðið er sem stendur í ellefta sæti í Austurdeildinni.
De Bruyne hefur sagt að hann hafi verið hissa á því að fá ekki núytt samningstilboð frá Manchester City. Hann hefur unnið sextán titla hjá félaginu, þar á meðal sex sinnum orðið Englandsmeistari og þá vann hann Meistaradeildina 2023.
Athugasemdir