De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. maí 2025 11:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Postecoglou: Ef það er svona auðvelt, af hverju geta það þá ekki allir?
Kátur eftir sigurinn í gær.
Kátur eftir sigurinn í gær.
Mynd: EPA
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, benti á það snemma á þessu tímabili að hann vinnur alltaf titil á sínu örðu tímabili sem þjálfari hjá félagi. Í gær tryggði Tottenham sér farmiðann í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og á því tækifæri á að vinna þann titil.

Tottenham vann sannfærandi sigur á Bodö/Glimt í undanúrslitaeinvígjnu og mætir Manchester United í úrslitaleiknum.

„Þetta mun pirra marga er það ekki, umræðan er núna á fullu. Nýjasta í þessu er að hvorugt liðið eigi að fá titil ef við vinnum, það eigi bara að taka liðsmynd af því við eigum ekki skilið að fá titil."

„Hverjum er ekki sama hvort við séum í veseni í deildinni? Ef það er svona auðvelt að komast í úrslit, af hverju ná þá ekki allir sem enda í topp þremur að gera það? Þetta er allt annað mál. Þetta hefur ekkert með það að gera hvernig gengur í deildinni."

„Mér gæti ekki verið meira sama hver er í veseni í deildinni og hver ekki. Ég held að bæði við og Manchester United unnum okkur þann rétt að vera á þessum stað,"
sagði Postecoglou eftir leikinn í Noregi í gær.
Athugasemdir
banner
banner