Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   fös 09. júní 2023 18:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gerrard: Guardiola er sá besti
Mynd: EPA

Manchester City og Inter Milan mætast annað kvöld í úrslitum Meistaradeildarinnar. Það hefur verið mikil pressa á Pep Guardiola að vinna keppnina með City.


Hann er af mörgum talinn besti stjóri heims en oft verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki tekist að vinna Meistaradeildina með Man City.

Hann hefur unnið Meistaradeildina tvisvar, bæði skiptin með Barcelona.

Carlo Ancelotti er sigursælastur í keppninni með fjóra titla. Steven Gerrard ræddi við BT Sport um Guardiola og sagði hann vera langbesta stjóra heims í dag.

„Það bilaða við þetta er hvernig samfélagsmiðlar virka. Menn velta fyrir sér hvað Pep Guardiola þurfi að gera til að verða einn besti stjóri sögunnar, það er heimskulegt. Hann er sá besti í augnablikinu, langbesti þjálfarinn á jörðinni," sagði Gerrard.

„Hann hefur unnið þetta með öðrum félögum, breytt taktíkinni, leyst vandamál og þróað leikinn. Hann tikkar í öll box sem hægt er að tikka í hjá stjóra. Jæja, hann hefur ekki unnið Meistaradeildina með City. Fyrir mér, jafnvel þó hann vinni ekki, sem hann mun samt gera og verður einn af bestu í sögunni."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner