Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 09. júní 2024 13:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Al Nassr í viðræðum við Juventus
Mynd: Getty Images

Al Nassr er í viðræðum við Juventus um kaup á pólska markverðinum Wojciech Szczesny.


Juventus er tilbúið að selja markvörðinn þar sem Michele Di Gregorio er á leið til félagsins frá Monza fyrir 18 milljónir evra. Þá er Mattia Perin í viðræðum við félagið um nýjan samning.

Það er því í höndum markvarðarins hvort hann vilji ganga til liðs við suður-arabíska liðið.

Szczesny er 34 ára gamall og gekk til liðs við Juventus frá Arsenal árið 2017. Hann hefur spilað rúmlega 250 leiki fyrir ítalska félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner