Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
banner
   sun 09. júní 2024 20:07
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Grétars: Hádramatískur bikarleikur eins og þeir gerast bestir
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara hádramatískur bikarleikur eins og þeir gerast bestir fyrir áhorfendur. En þetta tekur á hjartað fyrir þá sem eru fyrir utan.“ Sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals um leikinn eftir mjög svo dramatískan sigur Vals á liði Keflavíkur í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld, En vítaspyrnukeppni þurfti til að fá fram sigurvegara.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

Bikarleikir eiga oft sitt eigið líf og þá sérstaklega þegar andstæðingurinn er á pappírunum veikari. Hvernig var undirbúningi Vals háttað fyrir leikinn?

„Þetta er bara allt eða ekkert leikur. Við vorum búnir að horfa slatta mikið á Keflavík og vissum alveg hvaða liði við værum að fara að mæta. Vissum það líka að við værum að fara að spila á ekki rennisléttum grasvelli sem gerir hlutina aðeins erfiðari fyrir bæði lið. Við reyndum að fara varfærnislega inn í þetta með það að vera ekki að spila út frá markmanni heldur fara langt og vinna boltann þar og mér fannst við gera það ágætlega í leiknum.“

Valsmenn hljóta að þakka fyrir það að leikurinn fór fram inn í miðju landsleikjahléi í deildinni og þá sérstaklega í ljósi þess að hann fór alla leið í framlengingu. Nokkuð sem kann að reynast dýrmætt fyrir næsta deildarleik gegn Víkingum.

„Við könnuðum málið hvort að það væri ekki möguleiki á því. Ég held að það sé líka gott fyrir Keflavík upp á leikjaálag. Núna höfum við níu daga fyrir leikinn gegn Víking í stað kannski fjóra eða fimm sem er bara kærkomið.“

Sagði Arnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner