Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 09. júní 2024 20:07
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Grétars: Hádramatískur bikarleikur eins og þeir gerast bestir
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara hádramatískur bikarleikur eins og þeir gerast bestir fyrir áhorfendur. En þetta tekur á hjartað fyrir þá sem eru fyrir utan.“ Sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals um leikinn eftir mjög svo dramatískan sigur Vals á liði Keflavíkur í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld, En vítaspyrnukeppni þurfti til að fá fram sigurvegara.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

Bikarleikir eiga oft sitt eigið líf og þá sérstaklega þegar andstæðingurinn er á pappírunum veikari. Hvernig var undirbúningi Vals háttað fyrir leikinn?

„Þetta er bara allt eða ekkert leikur. Við vorum búnir að horfa slatta mikið á Keflavík og vissum alveg hvaða liði við værum að fara að mæta. Vissum það líka að við værum að fara að spila á ekki rennisléttum grasvelli sem gerir hlutina aðeins erfiðari fyrir bæði lið. Við reyndum að fara varfærnislega inn í þetta með það að vera ekki að spila út frá markmanni heldur fara langt og vinna boltann þar og mér fannst við gera það ágætlega í leiknum.“

Valsmenn hljóta að þakka fyrir það að leikurinn fór fram inn í miðju landsleikjahléi í deildinni og þá sérstaklega í ljósi þess að hann fór alla leið í framlengingu. Nokkuð sem kann að reynast dýrmætt fyrir næsta deildarleik gegn Víkingum.

„Við könnuðum málið hvort að það væri ekki möguleiki á því. Ég held að það sé líka gott fyrir Keflavík upp á leikjaálag. Núna höfum við níu daga fyrir leikinn gegn Víking í stað kannski fjóra eða fimm sem er bara kærkomið.“

Sagði Arnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner