Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
banner
   sun 09. júní 2024 20:07
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Grétars: Hádramatískur bikarleikur eins og þeir gerast bestir
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara hádramatískur bikarleikur eins og þeir gerast bestir fyrir áhorfendur. En þetta tekur á hjartað fyrir þá sem eru fyrir utan.“ Sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals um leikinn eftir mjög svo dramatískan sigur Vals á liði Keflavíkur í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld, En vítaspyrnukeppni þurfti til að fá fram sigurvegara.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

Bikarleikir eiga oft sitt eigið líf og þá sérstaklega þegar andstæðingurinn er á pappírunum veikari. Hvernig var undirbúningi Vals háttað fyrir leikinn?

„Þetta er bara allt eða ekkert leikur. Við vorum búnir að horfa slatta mikið á Keflavík og vissum alveg hvaða liði við værum að fara að mæta. Vissum það líka að við værum að fara að spila á ekki rennisléttum grasvelli sem gerir hlutina aðeins erfiðari fyrir bæði lið. Við reyndum að fara varfærnislega inn í þetta með það að vera ekki að spila út frá markmanni heldur fara langt og vinna boltann þar og mér fannst við gera það ágætlega í leiknum.“

Valsmenn hljóta að þakka fyrir það að leikurinn fór fram inn í miðju landsleikjahléi í deildinni og þá sérstaklega í ljósi þess að hann fór alla leið í framlengingu. Nokkuð sem kann að reynast dýrmætt fyrir næsta deildarleik gegn Víkingum.

„Við könnuðum málið hvort að það væri ekki möguleiki á því. Ég held að það sé líka gott fyrir Keflavík upp á leikjaálag. Núna höfum við níu daga fyrir leikinn gegn Víking í stað kannski fjóra eða fimm sem er bara kærkomið.“

Sagði Arnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir