Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
banner
   fim 09. júlí 2020 11:00
Elvar Geir Magnússon
Pogba: Þetta er það sem ég elska
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, er kominn á fulla ferð en fyrr á tímabilinu var hann á meiðslalistanum. Eftir endurkomu enska boltans hefur Pogba spilað mjög vel og samvinna hans og Bruno Fernandes hlotið mikið lof.

Þeir hafa hjálpað Mason Greenwood, Marcus Rashford og Anthony Martial að blómstra í sóknarleiknum.

„Ég nýt þess að sjá hvernig Bruno, Rashford, Martial og Mason hafa verið að spila. Þetta er fallegt. Þeir fá mig til að njóta fótboltans," segir Pogba.

„Svo ofan á þetta er varnarvinna sem fólk talar ekki um. Þeir skila henni og eru duglegir í pressunni. Það er magnað að horfa á þá upp á sitt besta."

Pogba missti af stærstum hluta tímabilsins vegna ökklameiðsla.

„Bara það að vera mættur aftur til æfinga, snerta boltann og gera það sem ég elska er magnað. Ég saknaði þess mikið. Þegar þú ert lengi frá þá gerir þú þér hversu mikið þú elskar að spila fótbolta. Ég er ótrúlega ánægður og nýt þess að vera mættur aftur með liðinu," segir Pogba.

„Liðsfélagar mínir hafa hjálpað mér að koma til baka og ég finn traustið. Liðið er að bæta sig mikið; við sækjum saman og við verjumst saman. Liðsheildin er öflugri."

Manchester United er í baráttu um Meistaradeildarsæti og mætir Aston Villa í kvöld klukkan 19:15.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
3 Man City 15 9 2 4 32 16 +16 29
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Sunderland 15 6 6 3 18 14 +4 24
6 Everton 15 7 3 5 16 17 -1 24
7 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
8 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
9 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
10 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
11 Tottenham 15 5 5 5 23 18 +5 20
12 Newcastle 15 5 5 5 19 18 +1 20
13 Brentford 15 6 2 7 21 22 -1 20
14 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 15 4 3 8 14 23 -9 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 2 10 15 28 -13 11
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner