Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   þri 09. júlí 2024 22:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pablo Punyed: Við fyrirliðarnir vorum að benda á það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir spiluðu þetta vel, voru á útivelli og náðu að halda hreinu sem er vel gert hjá þeim. Einvígið er 180 mínútur, við þurfum að fara út og vinna þá," sagði Pablo Punyed, leikmaður Víkings, við Fótbolta.net eftir jafntefli gegn Shamrock í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 Shamrock Rovers

„Þetta er svona tæpt í Evrópuleikjum. Það er gott hjá okkur að halda hreinu, náum að læra inn á þeirra leikmenn og ég held við getum unnið þá úti."

Írsku meistarrnir fengu tvö góð færi í seinni hálfleik, hraðaupphlaup eftir að hafa unnið boltann af Víkingum.

„Ég var stressaður í seinna færinu. Ég sá fyrra skotið, sá að það var aldrei að fara inn. Það er stutt á milli í þessu eins og sést með færið okkar í fyrri hálfleik þar sem boltinn fer í stöngina og út. 0-0 er allt í lagi. Auðvitað hefðum við viljað vinna en svona eru bara Ev?opuleikir."

Víkingar fengu aragrúa af hornspyrnum en markvörður Shamrock þurfti takmarkað að gera. Hann bjargaði einu sinni mjög vel í fyrri hálfleik og önnur stöngin á marki írska liðsins fékk einnig að finna fyrir tilraun Víkinga.

„Já, við hefðum getað gert meira úr hornunum. Þetta voru ekki góð horn hjá mér í dag, það er bara þannig. Ég tek þetta á mig. Við ætlum að æfa okkur aðeins meira í þeim og getum skorað úr horni á Írlandi."

Pablo var spurður út í leiktafir írska liðsins. „Þeir voru að tefja og mér fannst þeir líka bara vera þreyttir. Þeir spiluðu þetta vel, þetta er Evrópuleikir, vitum það en horfum bara í næsta leik."

„Jú, dómarinn hefði alveg getað gripið fyrr inn í og við fyrirliðarnir vorum að benda á það. En dómarinn ákveður þetta og að lokum fékk markvörðurinn gult og það er bara þannig,"
sagði Pablo sem var annar af þremur leikmönnum Víkings til að bera fyrirliðabandið í leiknum.

Pablo var sýnilega ekki sáttur þegar hann var tekinn af velli beint eftir að Shamrock missti mann af velli.

„Ég var alls ekki sáttur, langar alltaf að spila, en Arnar tekur ákvarðanirnar," sagði miðjumaðurinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner