Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   þri 09. júlí 2024 22:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pablo Punyed: Við fyrirliðarnir vorum að benda á það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir spiluðu þetta vel, voru á útivelli og náðu að halda hreinu sem er vel gert hjá þeim. Einvígið er 180 mínútur, við þurfum að fara út og vinna þá," sagði Pablo Punyed, leikmaður Víkings, við Fótbolta.net eftir jafntefli gegn Shamrock í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 Shamrock Rovers

„Þetta er svona tæpt í Evrópuleikjum. Það er gott hjá okkur að halda hreinu, náum að læra inn á þeirra leikmenn og ég held við getum unnið þá úti."

Írsku meistarrnir fengu tvö góð færi í seinni hálfleik, hraðaupphlaup eftir að hafa unnið boltann af Víkingum.

„Ég var stressaður í seinna færinu. Ég sá fyrra skotið, sá að það var aldrei að fara inn. Það er stutt á milli í þessu eins og sést með færið okkar í fyrri hálfleik þar sem boltinn fer í stöngina og út. 0-0 er allt í lagi. Auðvitað hefðum við viljað vinna en svona eru bara Ev?opuleikir."

Víkingar fengu aragrúa af hornspyrnum en markvörður Shamrock þurfti takmarkað að gera. Hann bjargaði einu sinni mjög vel í fyrri hálfleik og önnur stöngin á marki írska liðsins fékk einnig að finna fyrir tilraun Víkinga.

„Já, við hefðum getað gert meira úr hornunum. Þetta voru ekki góð horn hjá mér í dag, það er bara þannig. Ég tek þetta á mig. Við ætlum að æfa okkur aðeins meira í þeim og getum skorað úr horni á Írlandi."

Pablo var spurður út í leiktafir írska liðsins. „Þeir voru að tefja og mér fannst þeir líka bara vera þreyttir. Þeir spiluðu þetta vel, þetta er Evrópuleikir, vitum það en horfum bara í næsta leik."

„Jú, dómarinn hefði alveg getað gripið fyrr inn í og við fyrirliðarnir vorum að benda á það. En dómarinn ákveður þetta og að lokum fékk markvörðurinn gult og það er bara þannig,"
sagði Pablo sem var annar af þremur leikmönnum Víkings til að bera fyrirliðabandið í leiknum.

Pablo var sýnilega ekki sáttur þegar hann var tekinn af velli beint eftir að Shamrock missti mann af velli.

„Ég var alls ekki sáttur, langar alltaf að spila, en Arnar tekur ákvarðanirnar," sagði miðjumaðurinn að lokum.
Athugasemdir
banner