Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   þri 09. júlí 2024 22:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pablo Punyed: Við fyrirliðarnir vorum að benda á það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir spiluðu þetta vel, voru á útivelli og náðu að halda hreinu sem er vel gert hjá þeim. Einvígið er 180 mínútur, við þurfum að fara út og vinna þá," sagði Pablo Punyed, leikmaður Víkings, við Fótbolta.net eftir jafntefli gegn Shamrock í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 Shamrock Rovers

„Þetta er svona tæpt í Evrópuleikjum. Það er gott hjá okkur að halda hreinu, náum að læra inn á þeirra leikmenn og ég held við getum unnið þá úti."

Írsku meistarrnir fengu tvö góð færi í seinni hálfleik, hraðaupphlaup eftir að hafa unnið boltann af Víkingum.

„Ég var stressaður í seinna færinu. Ég sá fyrra skotið, sá að það var aldrei að fara inn. Það er stutt á milli í þessu eins og sést með færið okkar í fyrri hálfleik þar sem boltinn fer í stöngina og út. 0-0 er allt í lagi. Auðvitað hefðum við viljað vinna en svona eru bara Ev?opuleikir."

Víkingar fengu aragrúa af hornspyrnum en markvörður Shamrock þurfti takmarkað að gera. Hann bjargaði einu sinni mjög vel í fyrri hálfleik og önnur stöngin á marki írska liðsins fékk einnig að finna fyrir tilraun Víkinga.

„Já, við hefðum getað gert meira úr hornunum. Þetta voru ekki góð horn hjá mér í dag, það er bara þannig. Ég tek þetta á mig. Við ætlum að æfa okkur aðeins meira í þeim og getum skorað úr horni á Írlandi."

Pablo var spurður út í leiktafir írska liðsins. „Þeir voru að tefja og mér fannst þeir líka bara vera þreyttir. Þeir spiluðu þetta vel, þetta er Evrópuleikir, vitum það en horfum bara í næsta leik."

„Jú, dómarinn hefði alveg getað gripið fyrr inn í og við fyrirliðarnir vorum að benda á það. En dómarinn ákveður þetta og að lokum fékk markvörðurinn gult og það er bara þannig,"
sagði Pablo sem var annar af þremur leikmönnum Víkings til að bera fyrirliðabandið í leiknum.

Pablo var sýnilega ekki sáttur þegar hann var tekinn af velli beint eftir að Shamrock missti mann af velli.

„Ég var alls ekki sáttur, langar alltaf að spila, en Arnar tekur ákvarðanirnar," sagði miðjumaðurinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner