Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   þri 09. júlí 2024 22:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pablo Punyed: Við fyrirliðarnir vorum að benda á það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir spiluðu þetta vel, voru á útivelli og náðu að halda hreinu sem er vel gert hjá þeim. Einvígið er 180 mínútur, við þurfum að fara út og vinna þá," sagði Pablo Punyed, leikmaður Víkings, við Fótbolta.net eftir jafntefli gegn Shamrock í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 Shamrock Rovers

„Þetta er svona tæpt í Evrópuleikjum. Það er gott hjá okkur að halda hreinu, náum að læra inn á þeirra leikmenn og ég held við getum unnið þá úti."

Írsku meistarrnir fengu tvö góð færi í seinni hálfleik, hraðaupphlaup eftir að hafa unnið boltann af Víkingum.

„Ég var stressaður í seinna færinu. Ég sá fyrra skotið, sá að það var aldrei að fara inn. Það er stutt á milli í þessu eins og sést með færið okkar í fyrri hálfleik þar sem boltinn fer í stöngina og út. 0-0 er allt í lagi. Auðvitað hefðum við viljað vinna en svona eru bara Ev?opuleikir."

Víkingar fengu aragrúa af hornspyrnum en markvörður Shamrock þurfti takmarkað að gera. Hann bjargaði einu sinni mjög vel í fyrri hálfleik og önnur stöngin á marki írska liðsins fékk einnig að finna fyrir tilraun Víkinga.

„Já, við hefðum getað gert meira úr hornunum. Þetta voru ekki góð horn hjá mér í dag, það er bara þannig. Ég tek þetta á mig. Við ætlum að æfa okkur aðeins meira í þeim og getum skorað úr horni á Írlandi."

Pablo var spurður út í leiktafir írska liðsins. „Þeir voru að tefja og mér fannst þeir líka bara vera þreyttir. Þeir spiluðu þetta vel, þetta er Evrópuleikir, vitum það en horfum bara í næsta leik."

„Jú, dómarinn hefði alveg getað gripið fyrr inn í og við fyrirliðarnir vorum að benda á það. En dómarinn ákveður þetta og að lokum fékk markvörðurinn gult og það er bara þannig,"
sagði Pablo sem var annar af þremur leikmönnum Víkings til að bera fyrirliðabandið í leiknum.

Pablo var sýnilega ekki sáttur þegar hann var tekinn af velli beint eftir að Shamrock missti mann af velli.

„Ég var alls ekki sáttur, langar alltaf að spila, en Arnar tekur ákvarðanirnar," sagði miðjumaðurinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner