Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 09. ágúst 2022 22:47
Ívan Guðjón Baldursson
Alexis Sanchez til Marseille (Staðfest)
Mynd: EPA

Olympique de Marseille er búið að staðfesta komu Alexis Sanchez til félagsins á frjálsri sölu eftir að hann samdi um starfslok hjá Inter.


Sanchez, sem verður 34 ára í desember, var hjá Inter í þrjú ár og skoraði 20 mörk í 109 leikjum þrátt fyrir að koma oftar en ekki inn af bekknum.

Þar áður var hann hjá Manchester United, Arsenal og Barcelona en núna reynir hann fyrir sér í franska boltanum í fyrsta sinn. Hann var meðal bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar á tíma sínum hjá Arsenal en tók að dala því lengra sem leið á dvöl hans í enska boltanum.

Það verður spennandi að fylgjast með Sanchez hjá Marseille enda hefur franska félagið verið í miklum ham á leikmannamarkaðinum í sumar og fengið til sín marga nýja leikmenn, nógu marga til að búa til heilt byrjunarlið.

Sanchez er þrettándi leikmaðurinn til að ganga í raðir Marseille í sumar eftir mönnum á borð við Nuno Tavares, Jonathan Clauss, Jordan Veretout og Luis Suarez (kólumbíski). Þar að auki keypti félagið lánsmenn frá því á síðustu leiktíð eins og Arkadiusz Milik, Cengiz Ünder, Matteo Guendouzi og Pau Lopez.

Sanchez er goðsögn í heimalandi sínu, Síle, og hefur skorað 48 mörk í 148 landsleikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner