Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 09. ágúst 2024 14:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ariela Lewis úr Aftureldingu í Keflavík (Staðfest)
Ariela Lewis.
Ariela Lewis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru að eiga sér athyglisverð félagaskipti í kvennaboltanum því Ariela Lewis er komin til Keflavíkur frá Aftureldingu.

Lewis er sóknarmaður sem hefur raðað inn mörkum í neðri deildum síðustu þrjú árin. Hún spilaði með Gróttu 2022 og 2023 og svo Aftureldingu í sumar.

Hún kom fyrst til Gróttu í 2. deild sumarið 2022 og skoraði þá tíu mörk í ellefu leikjum. Lewis spilaði áfram með liðinu í Lengjudeildinni í fyrra og gerði þá tólf mörk í 17 leikjum.

Í sumar hefur hún skorað sex mörk í 13 deildarleikjum með Aftureldingu.

Lewis fær núna félagaskipti í Keflavík og ætti að geta hjálpað liðinu í fallbaráttunni í Bestu deildinni. Keflavík er sem stendur í neðsta sæti deildarinnar með níu stig úr 15 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner