Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 09. ágúst 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Munið heyra nafnið Antony í tengslum við mörk og stoðsendingar"
Brasilíski kantmaðurinn Antony segist ekki vera á förum frá Manchester United.

Þessi 24 ára gamli leikmaður átti herfilegt tímabil á síðustu leiktíð og gerði afskaplega lítið jákvætt.

Það hefur verið rætt og skrifað um mögulega brottför hans frá United í sumar, en hann kveðst ekki ætla að fara neitt.

„Þetta tímabil verður allt öðruvísi," sagði Antony við Daily Mail.

„Þið munið heyra nafnið Antony í tengslum við mörk og stoðsendingar."
Athugasemdir
banner