Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 09. september 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Martínez: Fyrsta skipti sem ég sé Lukaku frjálsan og ánægðan
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé hann frjálsan og ánægðan," sagði Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, um framherjann Romelu Lukaku í dag.

Lukaku fór frá Manchester United til Inter í sumar og hefur byrjað tímabilið vel á Ítalíu.

Martinez vill meina að Lukaku sé í mun betri gír í dag heldur en þegar hann var hjá Manchester United.

„Ég hef ekki áður sé Rom svona einbeittan, ánægðan og hann virðist endurnærður eftir að hafa fengið nýja áskorun," sagði Martínez.

„Ég held að hann sé tilbúinn að takast á við einn stærsta fótboltakaflann á ferlinum hjá Inter Milan."
Athugasemdir