mán 09. september 2019 14:30
Hafliði Breiðfjörð
Elbasan, Albanía
Myndir: Völlurinn sem Ísland leikur á í Albaníu á morgun
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Albaníu í undankeppni EM 2020 annað kvöld en leikið er ytra. Nýr og glæsilegur leikvangur Albana í höfuðborginni Tírana er ekki tilbúinn og því verður leikið á velli í Elbasan sem erum 40 mínútur suður af höfuðborginni.

Völlurinn tekur 12800 í sæti og þegar er ljóst að lítill hópur Íslendinga verður á svæðinu enda komu formenn félaganna í Pepsi Max-deildinni með í ferðina, stjórnarmenn og nokkrir stuðningsmenn.

Völlurinn verið til síðan árið 1967 en gekk undir endurbætur 2001 og aftur árið 2014. Síðari endurbæturnar voru gagngert til að undirbúa leikvanginn undir að hýsa UEFA leiki og þá voru sett 12.800 ný sæti, flóðljós og margt fleira.

Uppselt var á fyrsta leikinn sem fór fram 8. október það ár, 12800 full sæti og það er enn í dag áhorfendametið. Þeir mættu þá Dönum en leiknum lauk með jafntefli, 1-1.

Elbasan bærinn sjálfur ber með sér gamaldags austur evrópskan brag en þar búa rétt rúmlega 140 þúsund manns.
Athugasemdir
banner
banner