Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. september 2019 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rice: Fólk hefur hótað að koma heim til mín
Mynd: Getty Images
Declan Rice var í byrjunarliði Englands í 4-0 sigri gegn Búlgaríu í undankeppni EM 2020 á laugardaginn.

Rice er af írskum ættum en fæddist og var alinn upp í London. Hann valdi þó að spila fyrir yngri landslið Írlands og skipti svo yfir í enska landsliðið þegar kallið kom. Eftir leikinn gegn Búlgaríu var hann spurður út í landsliðaskiptin.

„Fólk hefur hótað mér og sagst ætla að koma heim til mín útaf þessu. Svo ýtir maður á aðganginn sem segir þetta og þá er þetta gerviaðgangur. Þá veit maður ekki hvort þetta sé alvöru hótun eða ekki," sagði Rice við ITV News.

„Ég var samt aldrei raunverulega hræddur, maður er vanur þessu í fótboltaheiminum. Maður skoðar þetta bara og hlær."

Rice er 20 ára gamall og vann sér inn byrjunarliðssæti hjá West Ham á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner