PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   mán 09. september 2024 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Holding í frystinum og eyðir öllu tengdu Palace
Úr leiknum gegn Man Utd.
Úr leiknum gegn Man Utd.
Mynd: Getty Images
Lék 162 leiki með Arsenal.
Lék 162 leiki með Arsenal.
Mynd: Getty Images
Rob Holding hefur eytt öllu tengdu Crystal Palace af samfélagsmiðlum sínum eftir að hann fékk þau skilaboð að hann væri ekki velkominn á æfingar félagsins.

Nokkrir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni voru settir í frystinn, stærsta nafnið var Raheem Sterling sem kom sér til Arsenal frá Chelsea á lokadegi gluggans.

Staða Holding fór undir radarinn, en nú hafa fylgjendur hans tekið eftir að hann er hættur að elta (follow) Palace á Instagram. Þá hefur hann einnig eytt öllu sem tengist Palace á samfélagsmiðlum snum, miðlarnir líta nú út eins og hann sé ekkert tengdur félaginu og hafi aldrei verið það.

Holding fór til Palace frá Arsenal árið 2023 og skrifaði undir þriggja ára samning. Hann hefur einungis spilað einn leik frá komu sinni, var í byrjunarliðinu gegn Man Utd í deildabikarnum fyrir ári síðan.

Hann hefur annars verið ónotaður varamaður eða einfaldlega utan hóps. Hann var á bekknum gegn West Ham í byrjun tímabils, en var svo utan hóps í 2. og 3. umferð úrvalsdeildarinnar.

Oliver Glasner, stjóri Palace, hefur staðfest að Holding sé að æfa einn. „Hann æfir einn. Við munum ræða saman. Hann veit ástæðuna, en það er á milli Rob og mín."

Holding er á eftir Chadi Riad, Maxence Lacroix og Trevoh Chalobah sem komu í sumar.

Holding, sem er 28 ára, kom til Palace á 4 milljónir punda. Á sjö árum hjá Arsenal kom hann við sögu í 162 leikjum. Samningur hans við Palace rennur út sumarið 2026.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner