Fótbolti.net fjallaði um það fyrir helgi að búið væri að samningi Mathias Rosenörn við Stjörnuna hefði verið rift um mánaðamótin.
Helgi Hrannar Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, staðfestir tíðindin tíðindin í dag og segir að persónulegar aðstæður hjá Rosenörn séu ástæða riftunarinnar. Rosenörn hafi óskað eftir því að fá sig lausan og Stjarnan orðið við þeirri beiðni.
Helgi Hrannar Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, staðfestir tíðindin tíðindin í dag og segir að persónulegar aðstæður hjá Rosenörn séu ástæða riftunarinnar. Rosenörn hafi óskað eftir því að fá sig lausan og Stjarnan orðið við þeirri beiðni.
Rosenörn samdi við Stjörnuna í vetur og gerði þá samning út tímabilið 2026. Hann lék með Keflavík tímabilið á undan.
Hann var í samkeppni við Árna Snæ Ólafsson um aðalmarkvarðarstöðuna. Rosenörn stóð vaktina í Mjólkurbikarnum, Evrópuleikjunum fjórum og tveimur deildarleikjum.
Danski markvörðurinn er 31 árs og kom til Íslands eftir að hafa sett met í færeysku deildinni tímabilið 2022. Hann fékk þá einungis sjö mörk á sig í deildinni þegar KÍ Klaksvík varð færeyskur meistari.
Athugasemdir