Sölvi Geir Ottesen er maður stundarinnar eins og Kjartan Atli Kjartansson sagði í stúdíóinu áa Stöð 2 Sport í hálfleik í leik Tyrklands og Íslands.
Lestu um leikinn: Tyrkland 3 - 1 Ísland
Tyrkland komst yfir snemma leiks en Guðlaugur Victor Pálsson jafnaði metin þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu en liðið hefur nú skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum eftir hornspyrnu.
Sölvi Geir er nýkominn inn í þjálfarateymið og hefur tekið föstu leikatriðin í gegn. Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingar á Stöð 2 Sport ræddu um markið í hálfleik.
„Þetta er nákvæmlega sama uppskrift og á Laugardalsvellinum þegar Orri skoraði. 'Targetið' er alltaf Gulli en Hjörtur Hermanns hleypur framfyrir til þess að trufla og þá fer hann að einbeita sér að einhverju öðru en Gulla. Svo kemur hann á strauinu og á frábæran skalla," sagði Kári.
„Ef við værum ekki búin að leggja þessa vinnu í föstu leikatriðin þá værum við ekki í neitt sérstökum málum. Í staðin er staðan 1-1, ef einhver hefði sagt að það yrði staðan í hálfleik hefði ég tekið því allan daginn," sagði Lárus Orri.