Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 09. október 2015 18:09
Magnús Már Einarsson
Jörundur Áki hættur með Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Jörundur Áki Sveinsson verður ekki áfram þjálfari kvennaliðs Fylkis á næsta tímabili en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

„Það var ákveðið að slíta samstarfinu í dag," sagði Jörundur Áki við Fótbolta.net í dag.

„Núna snýr maður sér að öðrum hlutum og skoðar hvort það séu ekki aðrir möguleikar í boði. Ég er opinn fyrir öllu."

Fylkir endaði í 6. sætinu í Pepsi-deild kvenna í sumar og fór í undanúrslit Borgunarbikarsins þar sem liðið tapaði í framlengdum leik gegn Stjörnunni.

Jörundur Áki þjálfaði BÍ/Bolungarvík í 1. deild karla í þrjú ár áður en hann tók við Fylki fyrir ári síðan.

Þar áður var hann aðstoðarþjálfari FH frá 2008 til 2010.

Jörundur stýrði einnig A-landsliði kvenna á sínum tíma sem og kvennaliði Stjörnunnar og Breiðabliks.
Athugasemdir
banner
banner
banner