Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 09. október 2019 10:10
Magnús Már Einarsson
Fyrrum varnarmaður Liverpool á toppnum í Fantasy deildinni
Nick Tanner.
Nick Tanner.
Mynd: Getty Images
Nick Tanner, fyrrum varnarmaður Liverpool, er efstur af þeim sjö milljónum sem taka þátt í ensku Fantasy deildinni í vetur.

Tanner er 54 ára gamall en hann spilaði 40 deildarleiki með Liverpool á árunum 1988-1994.

Fantasy leikurinn nýtur gífurlegra vinsælda um allan heim en þar á að velja leikmenn í lið sitt og leikmennirnir fá stig fyrir hina ýmsu hluti í leikjum.

Lið Tanner er með 587 stig á toppnum eftir átta umferðir en lið Boyko Iliev er í öðru sæti með 578 stig.

Fótbolti.net mælir með nýjasta þætti af Fantabrögðum fyrir íslenska Fantasy spilara.
Fantabrögð 8 - Besti Fantasy spilari landsins kíkir í heimsókn
Athugasemdir
banner
banner
banner