Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. október 2019 19:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd hefur áhuga á mexíkóskum miðjumanni
Cordova í baráttunni við Joel Campbell
Cordova í baráttunni við Joel Campbell
Mynd: Getty Images
Portúgalski miðilinn, A Bola greinir frá því að Manchester United hafi verið með njósnara á vináttuleik Mexíkó og Trinidad og Tóbagó í síðustu viku.

Njósnararnir eru sagðir hafa verið að fylgjast með miðjumanninum Sebastian Cordova. Cordova þessi leikur með Club America í heimalandinu.

Hinn 22 ára Cordova hefur skorað þrjú mörk í ellefu leikjum fyrir America og er sagður undir smásjánni hjá mörgum liðum í Evrópu en auk United eru Benfica og Sevilla sérstaklega nefnd.

Cordova skoraði annað af tveimur mörkum Mexíkó í 2-0 sigri.
Athugasemdir
banner
banner