Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   lau 09. nóvember 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Bayern mætir Dortmund
Það er stór dagur í þýska boltanum í dag vegna risaslags Bayern München og Borussia Dortmund í toppbaráttunni.

Dortmund er í þriðja sæti, með einu stigi meira heldur en Bayern. Takist öðru hvoru liðinu að sigra í kvöld tekur það annað sætið af Hoffenheim, sem vann sinn fimmta deildarleik í röð í gærkvöldi.

Niko Kovac var rekinn frá Bayern eftir 5-1 tap gegn Eintracht Frankfurt í síðustu umferð og mun Hans-Dieter Flick, sem var ráðinn aðstoðarþjálfari Bayern í sumar, taka við stjórn liðsins í næstu leikjum.

Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg eiga þá leik við botnlið Paderborn. Þar er um botnslag að ræða en sigur gæti komið Augsburg úr fallsvæðinu. Alfreð skoraði úr vítaspyrnu í síðustu umferð, 2-3 tapi gegn Schalke.

Augsburg hefur aðeins tekist að vinna einn af tíu deildarleikjum sínum hingað til.

Leikir dagsins:
14:30 Paderborn - Augsburg
14:30 Hertha Berlin - RB Leipzig
14:30 Schalke - Düsseldorf
14:30 Mainz - Union Berlin
17:30 FC Bayern - Dortmund
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 6 6 0 0 25 3 +22 18
2 Dortmund 6 4 2 0 12 4 +8 14
3 RB Leipzig 6 4 1 1 8 8 0 13
4 Stuttgart 6 4 0 2 8 6 +2 12
5 Leverkusen 6 3 2 1 12 8 +4 11
6 Köln 6 3 1 2 11 9 +2 10
7 Eintracht Frankfurt 6 3 0 3 17 16 +1 9
8 Freiburg 6 2 2 2 9 9 0 8
9 Hamburger 6 2 2 2 6 8 -2 8
10 St. Pauli 6 2 1 3 8 9 -1 7
11 Hoffenheim 6 2 1 3 9 12 -3 7
12 Werder 6 2 1 3 9 14 -5 7
13 Union Berlin 6 2 1 3 8 13 -5 7
14 Augsburg 6 2 0 4 11 13 -2 6
15 Wolfsburg 6 1 2 3 8 10 -2 5
16 Mainz 6 1 1 4 5 10 -5 4
17 Heidenheim 6 1 0 5 4 11 -7 3
18 Gladbach 6 0 3 3 5 12 -7 3
Athugasemdir