Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. desember 2019 14:15
Elvar Geir Magnússon
Hvað er í húfi í Meistaradeildinni í vikunni?
Mynd: Getty Images
Tottenham endar í öðru sæti síns riðils.
Tottenham endar í öðru sæti síns riðils.
Mynd: Getty Images
Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid.
Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Liverpool er ekki öruggt áfram.
Liverpool er ekki öruggt áfram.
Mynd: Getty Images
Kemst Chelsea áfram?
Kemst Chelsea áfram?
Mynd: Getty Images
Á þriðjudags- og miðvikudagskvöld fara fram lokaumferðirnar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Manchester City, Tottenham, Paris St-Germain, Bayern München, Juventus, Real Madrid, Barcelona og RB Leipzig hafa þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. En það eru átta sæti laus.

Hér er yfirferð yfir hvað er í húfi fyrir lokaumferð riðlakeppninnar. Efstu tvö lið hvers riðils fara áfram en liðið í þriðja sæti færist í Evrópudeildina.

A-riðill:
1. PSG 13 stig
2. Real Madrid 8
3. Club Brugge 3
4. Galatasaray 2

Lokaumferðin: PSG - Galatasaray og Club Brugge - Real Madrid á miðvikudaginn.

Frakklandsmeistararnir eru búnir að vinna riðilinn með markatöluna 12-2. Real Madrid endar í öðru sæti.

B-riðill:
1. Bayern München 15
2. Tottenham 10
3. Rauða stjarnan 3
4. Olympiakos 1

Lokaumferðin: Bayern - Tottenham og Olympiakos - Rauða stjarnan á miðvikudag.

Bayern München er með besta árangur allra liða í riðlakeppninni, fullt hús. Tottenham er öruggt í öðru sæti en hin tvö lið riðilsins leika úrslitaleik um Evrópudeildarsæti.

C-riðill:
1. Man City 11
2. Shaktar Donetsk 6
3. Dinamo Zagreb 5
4. Atalanta 4

Lokaumferðin: Shaktar - Atalanta og Dinamo Zagerb - Man City á miðvikudag.

Englandsmeistarar Manchester City enda í efsta sæti riðilsins. Shaktar þarf að vinna Atalanta til að vera öruggt með að fylgja áfram. Dinamo og Atalanta eiga enn möguleika á að fylgja City.

D-riðill:
1. Juventus 13
2. Atletico Madrid 7
3. Bayer Leverkusen 6
4. Lokomotiv Moskva 3

Lokaumferðin: Atletico - Lokomotiv og Leverkusen - Juventus á miðvikudag.

Ítalíumeistararnir enda í efsta sæti. Atletico tekur annað sætið með sigri á Lokomotiv en Bayer Leverkusen þarf að vinna Juventus og vonast eftir því að Spánverjarnir misstígi sig.

E-riðill:
1. Liverpool 10
2. Napoli 9
3. Red Bull Zalsburg 7
4. Genk 1

Lokaumferðin: Napoli - Genk og Salzburg - Liverpool á þriðjudag.

Liverpool þarf stig gegn Salzburg til að vera öruggt með sæti í 16-liða úrslitum. Napoli mun komast áfram ef liðið nær stigi gegn Genk í lokaleik sínum.

F-riðill:
1. Barcelona 11
2. Inter 7
3. Borussia Dortmund 7
4. Slavia Prag

Lokaumferðin: Dortmund - Slavia Prag og Inter - Barcelona á þriðjudag.

Börsungar komast áfram sem sigurvegari síns riðils, þrettánda árið í röð. Inter kemst áfram með sigri gegn Barcelona en ef það mistekst þá fer Dortmund áfram með því að fá fleiri stig en Inter í lokaumferðinni.

G-riðill:
1. RB Leipzig 10
2. Zenit Pétursborg 7
3. Lyon 7
4. Benfica

Lokaumferðin: Benfica - Zenit og Lyon - Leipzig á þriðjudag.

Leipzig er komið áfram. Zenit kemst áfram með sigri gegn Benfica sem á ekki möguleika á að enda í topp tveimur. Lyon á enn möguleika ef liðið fær fleiri stig en Zenit í lokaumferðinni.

H-riðill:
1. Ajax 10
2. Valencia 8
3. Chelsea 8
4. Lille 1

Lokaumferðin: Chelsea - Lille og Ajax - Valencia á þriðjudag.

Chelsea kemst áfram með því að vinna Lille á heimavelli. Jafntefli dugar Chelsea ef Valencia tapar gegn Ajax. Ajax þarf jafntefli til að komast áfram en Valencia sigur.
Athugasemdir
banner
banner
banner