Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 09. desember 2019 15:11
Elvar Geir Magnússon
Kristín Dís í öflugan skóla í Bandaríkjunum (Staðfest)
Kristín Dís í leik með Breiðabliki.
Kristín Dís í leik með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Dís Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, hefur skrifað undir skólastyrk við University of Tennessee í Bandríkjunum.

Skólinn spilar í SEC deildinni í efstu deild NCAA og er það ein sterkasta deildin í háskólaboltanum.

Kristín Dís hefur á sínum ferli spilað 29 yngri landsleiki fyrir Ísland og varð Íslandsmeistari með Breiðablik 2018 ásamt því að hafa tvisvar sinnum orðið bikarmeistari.

Kristín er tvítug og leikur sem varnarmaður. Hún var valin í úrvalslið Pepsi Max-deildar kvenna á liðnu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner