Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. desember 2019 15:44
Elvar Geir Magnússon
Messi fær hvíld gegn Inter
Messi hvíldur.
Messi hvíldur.
Mynd: Getty Images
Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, hefur skilið argentínska töframanninn Lionel Messi eftir utan hóps fyrir leik Börsunga gegn Inter í Meistaradeildinni annað kvöld.

Barcelona er þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum

Messi, sem er 32 ára, skoraði þrennu í 5-2 sigri Barcelona gegn Mallorca í La Liga um helgina og hjálpaði spænsku meisturunum að endurheimta toppsætið.

Þetta var 35. þrenna Messi í La Liga.

Hann verður hvíldur í leiknum gegn Mílanó á morgun en Barcelona er öruggt með efsta sæti F-riðils.

Gerard Pique og Sergi Roberto fá einnig verðskuldaða hvíld og þá eru Nelson Semedo, Arthur, Ousmane Dembele og Jordi Alba áfram á meiðslalistanum.


Athugasemdir
banner
banner
banner