Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. desember 2022 11:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjallað um að Klæmint Olsen gæti verið lánaður til Breiðabliks
Mynd: Getty Images
Fyrr í þessari viku var fjallað um möguleikann á því að Breiðablik fengi markahæsta leikmann í sögu Færeyja, Klæmint Olsen, í sínar raðir frá NSÍ Runavík.

Klæmint er samningsbundinn NSÍ Runavík sem féll mjög óvænt úr Betri deildinni í Færeyjum. Færeyski landsliðsþjálfarinn setti þá kröfu á Klæmint að hann þyrfti að finna sér annað félag ef hann ætlaði sér að halda sæti sínu í landsliðinu.

Í frétt in.fo er fjallað um að framherjinn gæti farið á láni til Breiðabliks á meðan NSÍ kemur sér aftur í efstu deild.

Klæmint hefur allan sinn feril spilað með NSÍ og hefði hann eflaust ekki horft í kringum sig ef NSÍ hefði ekki fallið og landsliðsþjálfarinn sett kröfu á að hann færi í annað félag.

Færeyska liðið HB hefur einnig haft samband við NSÍ en samkvæmt in.fo vill NSÍ fá 4-9 milljónir íslenskra króna fyrir hann. Ef Klæmint fer í Breiðablik mun hann spila með samherja sínum úr landsliðinu því Blikar keyptu Patrik Johannesen frá Keflavík fyrr í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner