Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
   lau 09. desember 2023 06:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Axel Óskar og Aron Þrándar gestir á X977 í dag
Aron Elís Þrándarson með Íslandsmeistaraskjöldinn.
Aron Elís Þrándarson með Íslandsmeistaraskjöldinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir og Tómas Þór taka á móti góðum gestum á aðventunni í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag laugardag. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.

Í fyrri hluta þáttarins mætir Axel Óskar Andrésson í hljóðver. Fjallað hefur verið um að þessi öflugi varnarmaður Örebro sé að hugsa um að færa sig um set til að auka möguleika sína á að komast í íslenska landsliðið.

Þá mætir Aron Elís Þrándarson en hann kom heim til Víkings á liðnu sumri eftir atvinnumennsku og lét heldur betur að sér kveða áður en Víkingar lyftu bikurum tímabilsins.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner