Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   lau 09. desember 2023 22:02
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Enn einn sigurinn hjá Inter - Milan tapaði fyrir Atalanta í spennuleik
Marcus Thuram var á skotskónum
Marcus Thuram var á skotskónum
Mynd: EPA
Luis Muriel skoraði sigurmark Atalanta í uppbótartíma
Luis Muriel skoraði sigurmark Atalanta í uppbótartíma
Mynd: EPA
Simone Inzaghi og lærisveinar hans í Inter eru að eiga stórkostlegt tímabil, en liðið vann enn einn sigurinn er Udinese kom í heimsókn á San Síró í kvöld.

Inter hefur aðeins tapað einum deildarleik á tímabilinu og kom það tap óvænt gegn Sassuolo í lok september.

Síðan þá hefur liðið verið á ágætis róli. Inter kláraði Udinese undir lok fyrri hálfleiks með þremur mörkum frá Hakan Calhanoglu, Federico Dimarco og Marcus Thuram.

Lautaro Martínez, sem hefur verið sjóðandi heitur á leiktíðinni, gerði fjórða og síðasta markið með skot af 20 metra færi.

Inter er því komið aftur á toppinn með 38 stig.

Atalanta hafði sigur gegn Milan, 3-2, í fjörugum leik. Staðan var jöfn í hálfleik, 1-1. Ademola Lookman skoraði á 38. mínútu en Olivier Giroud svaraði undir lok hálfleiksins.

Lookman kom Atalanta aftur í forystu á 55. mínútu og jafnaði Milan aftur með marki frá Luka Jovic. Undir lok leiks fékk Davide Calabria sitt annað gula spjald og stuttu síðar skoraði Luis Muriel sigurmarkið fyrir Atalanta.

Milan er í 3. sæti með 29 stig og mistókst að saxa forskot Juventus og Inter, en Atalanta er í 7. sæti með 23 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Atalanta 3 - 2 Milan
1-0 Ademola Lookman ('38 )
1-1 Olivier Giroud ('45 )
2-1 Ademola Lookman ('55 )
2-2 Luka Jovic ('80 )
3-2 Luis Muriel ('90 )
Rautt spjald: Davide Calabria, Milan ('90)

Verona 1 - 1 Lazio
0-1 Mattia Zaccagni ('23 )
1-1 Thomas Henry ('70 )
Rautt spjald: Ondrej Duda, Verona ('77)

Inter 4 - 0 Udinese
1-0 Hakan Calhanoglu ('37 , víti)
2-0 Federico Dimarco ('42 )
3-0 Marcus Thuram ('44 )
4-0 Lautaro Martinez ('84 )
Athugasemdir
banner
banner
banner