Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   mán 09. desember 2024 12:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristrún Ýr orðuð við Stjörnuna en ákvað að framlengja í Keflavík
Heldur tryggð við Keflavík.
Heldur tryggð við Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur, var orðuð við Stjörnuna í vetur hér á Fótbolti.net en Keflavík tilkynnti um helgina að hún yrði áfram í Keflavík.

Í myndbandi Keflavíkur sést Kristrún skoða frétt Fótbolta.net frá því í vetur og segir svo: „Nei, ég held ég verði heima."

Hún er nú samningsbundin Keflavík út árið 2026. Hún er 29 ára og á yfir 250 leiki fyrir félagið. Hún spilaði 20 af 21 leik Keflavíkur í sumar þegar liðið féll úr Bestu deildinni. Kristrún hefur leikið allan sinn feril með Keflavík. Hún á að baki 251 KSÍ leik og mörkin eru tólf.

Smelltu hér til að sjá myndbandið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner