Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 10. janúar 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Neymar sagður nálgast Barcelona
Neymar gæti verið á leið aftur til Barcelona
Neymar gæti verið á leið aftur til Barcelona
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar gæti verið á leið aftur til Barcelona en þessu er haldið fram hjá spænsku útvarpsstöðinni Catalunya Radio.

Neymar yfirgaf Barcelona árið 2017 er Paris Saint-Germain keypti hann fyrir metfé eða 198 milljón punda og er hann dýrasti leikmaður allra tíma.

Tölfræði hans hjá PSG er mögnuð en hann virðist þó ekki sáttur í Frakklandi og vill halda aftur til Spánar.

Faðir hans Neymar ræddi við Andre Cury, fulltrúa frá Barcelona, í Brasilíu í vetrarfríinu um möguleg félagaskipti brasilíska leikmannsins til Barcelona.

Þetta er ekki fyrsti fundur þeirra en þeir ræddu einnig saman í London í nóvember og virðast viðræðurnar komnar langt á veg en ísraelski umboðsmaðurinn Pini Zahavi var einnig viðstaddur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner