Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 10. janúar 2022 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vonast til að vera í byrjunarliðinu - „Held að allir hugsi það"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Leifsson sat fyrir svörum á fréttamannafundi í morgun. Hann er hluti af A-landsliðinu sem mætir Úganda á miðvikudag og Suður-Kóreu á laugardag.

Hann er 23 ára miðvörður og leikmaður Strömsgodset í Noregi þar sem hann vann sig inn í byrjunarliðið á tímabilinu.

Sjá einnig:
„Skemmtilegt að fylgjast með strákum eins og Ara"

Ari lék sinn fyrsta og eina landsleik til þessa árið 2020. Hann var valinn í A-landsliðið fyrr í vetur en kom ekki við sögu í leikjunum. Ertu spenntur að bæta við þann fjölda?

„Já, algjörlega. Ég er mjög spenntur fyrir því, alltaf gaman að vera partur af þessum hóp og fá að taka þátt í þessum verkefnum. Það er bara að leggja sig allan fram í þetta," sagði Ari.

„Mér finnst þetta mjög spennandi og eins og Alex nefndi áðan þá vitum við lítið um þessar þjóðir, aðeins meira um Suður-Kóreu en Úganda. Ég held að það verði gaman að spila við þá og við ætlum að gera þetta almennilega."

Kom þér á óvart að vera valinn eða varstu að búast við því?

„Það er búið að ganga vel og svo vissi maður að þetta væri verkefni fyrir mestmegnis leikmenn í Skandinavíu og heima. Maður gerði ráð fyrir því en svo þarf Strömsgodset að hleypa manni, þetta small allt saman þannig það var ekkert mál."

Geriru þér vonir um að byrja leik í verkefninu? „Já, maður vill alltaf spila og ég held að það hugsi það allir. Maður þarf alltaf að undirbúa sig undir það," sagði Ari.
Athugasemdir
banner