Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. febrúar 2013 12:06
Daníel Freyr Jónsson
Mancini: Hart hefur gert of mörg mistök
Joe Hart - boltinn kominn í gegnum klofið.
Joe Hart - boltinn kominn í gegnum klofið.
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var ekkert að afsaka frammistöðu markvarðarins Joe Hart eftir að liðið fékk skell gegn Southampton í gær, 3-1.

Hart gerði sig sekan um afar slæm mistök þegar Southampton komst í 2-0, en hann missti þá skot frá Rickie Lambert úr höndum og í gegnum kloft sitt. Steven Davis var þar mættur á marklínuna og kom boltanum auðveldlega í netið.

Hart hefur þegar gert nokkur slæm mistök á tímabilinu og segir Mancini að hann eigi að gera betur.

,,Joe hefur gert of mörg mistök. Hann hefur ekki verið nægilega góður," sagði ítalski stjórinn.

,,Þetta voru mjög slæm mistök hjá honum. Þetta var ekki nógu gott. Þetta er ekki skrýtið þar sem hann hefur þegar gert nokkur mistök á þessu ári."
Athugasemdir
banner
banner
banner