Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. mars 2020 09:18
Magnús Már Einarsson
Félög á Englandi undirbúa að spila fyrir luktum dyrum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Félög á Englandi hafa fengið þau skilaboð að þau eigi að undirbúa það að spila leiki fyrir luktum dyrum.

Til þess gæti komið á næstu vikum vegna kórónu veirunnar.

Kóróna veiran hefur breiðst hratt út undanfarnar vikur. Keppni í Serie A á Ítalíu hefur verið frestað og í Frakklandi verður spilað fyrir luktum dyrum á næstunni.

Á fundi hjá ensku úrvalsdeildinni í gær var tilkynnt að ekki verði gerðar neinar breytingar á Englandi í bili.

Félög voru hins vegar beðin um að undirbúa það að spila fyrir luktum dyrum, því mögulega geti komið til þess á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner