þri 10. mars 2020 13:33
Magnús Már Einarsson
Leikur Slóvaka og Íra fyrir luktum dyrum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að staðfesta að leikur Slóvakíu og Írlands í umspili um sæti á EM verður leikinn fyrir luktum dyrum í Slóvakíu þann 26. mars næstkomandi.

Ísland og Rúmenía mætast í umspili fyrir EM á Laugardalsvelli þann 26. mars en ennþá er stefnt á að hafa áhorfendur á þeim leik.

Bann hefur verið sett á alla íþróttaviðburði í Slóvakíu næstu 14 dagana og ákveðið hefur verið að leikurinn gegn Írum verði fyrir luktum dyrum. Ríkisstjórn Slóvakíu ákvað þetta í dag.

Þeir áhorfendur sem voru búnir að kaupa miða á leikinn í Bratislava fá endurgreitt.

Íslenska kvennalandsliðið á að mæta Slóvakíu ytra í undankeppni EM þann 14. apríl næstkomandi en það skýrist á næstu vikum hvað verður með þann leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner