Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   fös 10. mars 2023 09:00
Elvar Geir Magnússon
Tilboð frá Real Madrid í Haaland - Maguire orðaður við PSG
Powerade
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: Getty Images
Maguire óvænt orðaður við PSG.
Maguire óvænt orðaður við PSG.
Mynd: Getty Images
Tuchel er orðaður við Tottenham og einnig við endurkomu til PSG.
Tuchel er orðaður við Tottenham og einnig við endurkomu til PSG.
Mynd: EPA
Ilias Akhomach.
Ilias Akhomach.
Mynd: Getty Images
Fallegur föstudagur. Haaland, Maguire, Kane, Mount, Pochettino, Laporte, Dybala og Dzeko eru allir í slúðurpakka dagsins.

Real Madrid íhugar að gera sumartilboð í norska sóknarmanninn Erling Haaland (22) hjá Manchester City sem hluti af áætlun um að fá inn nýja kynslóð af ungum hæfileikaríkum leikmönnum. Félagið vill einnig fá Jude Bellingham (19) frá Dortmund. (Independent)

Harry Maguire (30), varnarmaður og fyrirliði Manchester United, er óvænt á óskalista Paris St-Germain sem gæti keypt hann á 50 milljónir punda í sumar. (Sun)

Uli Höness, heiðursforseti Bayern München, segir að það yrði stórkostlegt ef Þýskalandsmeistararnir reyna að fá Harry Kane (29) frá Tottenham. Hann segir að sá dagur þar sem Bayern muni eyða 100 milljónum evra í leikmann sé að nálgast. (Sky Sport)

Mauricio Pochettino (51) hefur sagt Tottenham að hann hafi áhuga á að snúa aftur og taka við af Antonio Conte. Argentínumaðurinn er þó með aðra möguleika hjá félögum utan Englands. (TalkSport)

Tottenham mun vega og meta kosti Pochettino og einnig Thomas Tuchel þegar skoðaðir verða kostir til að taka við stjórastarfinu. Það stefnir í að leiðir félagsins og Conte skilja. (Guardian)

Thomas Frank hjá Brentford og Marco Silva hjá Fulham eru einnig á blaði hjá Tottenham. (Independent)

Roberto Firmino (31), framherji Liverpool, mun hafa möguleika á að verða samherji Cristiano Ronaldo hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu eða fara í bandarísku MLS-deildina þegar hann yfirgefur Anfield í sumar. (Express)

Manchester City er tilbúið að selja spænska varnarmanninn Aymeric Laporte (28) í sumar ef félagið getur fengið mann úr efstu skúffu í hans stað. (Football Insider)

Manchester United er meðal félaga sem hafa áhuga á argentínska sóknarleikmanninum Paulo Dybala (29) sem myndi aðeins kosta um 11 milljónir punda þrátt fyrir að hafa gengið í Roma í fyrra. (Goal)

Manchester United er meðal félaga sem hafa áhuga á markverðinum David Raya (27) hjá Brentford. Búist er við því að Spánverjinn yfirgefi Brentford eftir að hann hafnaði tilboði um nýjan samning. (TalkSport)

Joao Cancelo (28) er orðaður við Barcelona en portúgalski bakvörðurinn er hjá Bayern München á lánssamningi frá Manchester City. (Sport)

Úlfarnir eru tilbúnir að gera endurbætt 20 milljóna punda tilboð í Alex Scott (19), miðjumann Bristol City. Tottenham og West Ham vilja einnig fá enska miðjumanninn. (Telegraph)

Argentínski framherjinn Lionel Messi (35) er í viðræðum um nýjan samning hjá Paris St-Germain. Kylan Mbappe (24) og Neymar (31) gætu hinsvegar yfirgefið Frakklandsmeistarana í sumar. (Mail)

Newcastle er tilbúið að keppa við önnur úrvalsdeildarfélög um enska miðjumanninn James Ward-Prowse (28) hjá Southampton. (Football Insider)

Newcastle er á barmi þess að gera nýjan langtímasamning við brasilíska miðjumanninn Bruno Guimaraes (25). (Telegraph)

Inter hefur boðið Edin Dzeko (36) nýjan eins árs samning. Þessi reynslumikli landsliðsmaður Bosníu vill tveggja ára samning. Hann gæti farið til West Ham og ítalski framherjinn Gianluca Scamacca (24) farið til Inter. (Gazzetta dello Sport)

Ólíklegt er að Bayer Leverkusen reyni að fá Callum Hudson-Odoi (22) alfarið þegar lánssamningur hans frá Chelsea rennur út í sumar. (Sky Sport)

Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong (25) segist ekki hafa áhuga á að fara frá Barcelona. Hann hefur lengi verið orðaður við Manchester United. (RAC1)

Leeds er að vinna kapphlaupið um spænska vængmanninn Ilias Akhomach (18) en samningur hans við Barcelona rennur út í sumar. (Sport)

Arsenal og Chelsea hafa bæst í hóp félaga sem hafa áhuga á brasilíska framherjanum Vitor Roque (18) hjá Athletico Paranaense. (90min)

Paris St-Germain skoðar það að skipta út þjálfaranum Christophe Galtier til að fá Thomas Tuchel aftur. Tuchel er enn atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Chelsea í september. (Relevo)
Athugasemdir
banner
banner