Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 10. apríl 2020 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Danel Sinani til Norwich (Staðfest)
Sinani í leik gegn AC Milan.
Sinani í leik gegn AC Milan.
Mynd: Getty Images
Norwich er búið að staðfesta komu nýs leikmanns í sumar. Danel Sinani verður fyrsti leikmaðurinn frá Lúxemborg til að ganga í raðir félags í ensku úrvalsdeildinni ef úrvalsdeildartímabilið verður ekki klárað.

Norwich situr á botni deildarinnar sem stendur, sex stigum frá öruggu sæti, en óljóst er hvort tímabilið verði klárað eða ekki vegna kórónuveirunnar.

Sinani er 23 ára kantmaður og skrifar undir þriggja ára samning við Norwich. Hann kemur á frjálsri sölu frá F91 Dudelange í heimalandinu.

Sinani er sterkur og snöggur vinstri kantmaður en getur einnig leikið á miðjunni eða hægri kanti. Hann er fæddur í Belgrad, höfuðborg Serbíu, og hefur skorað níu mörk í ellefu Evrópudeildarleikjum á leiktíðinni.

„Norwich er mjög stórt félag með mikið af góðum leikmönnum innanborðs. Ég mun gera mitt besta til að skora mörk og hjálpa liðinu að komast á hærri hæðir. Ég hef heyrt góða hluti um Norwich City og hlakka til að hitta liðsfélagana í sumar," sagði Sinani.

Norwich er meðal úrvalsdeildarfélaga sem hafa ákveðið að nýta neyðarúrræði ríkisins til að borga starfsfólki sínu laun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner