Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. apríl 2020 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kemur á óvart að þessir leikmenn séu enn að
Robinho leikur í Tyrklandi.
Robinho leikur í Tyrklandi.
Mynd: Getty Images
Djemba-Djemba var orðaður við þjálfarastarf KFR, en það reyndist fjarri sannleikanum.
Djemba-Djemba var orðaður við þjálfarastarf KFR, en það reyndist fjarri sannleikanum.
Mynd: Getty Images
Mario Gomez leikur í þýsku B-deildinni.
Mario Gomez leikur í þýsku B-deildinni.
Mynd: Getty Images
Nani skoraði tvennu gegn KR í æfingaleik á dögunum.
Nani skoraði tvennu gegn KR í æfingaleik á dögunum.
Mynd: Getty Images
Emre, fyrrum leikmaður Newcastle, er enn að spila 39 ára gamall.
Emre, fyrrum leikmaður Newcastle, er enn að spila 39 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Kalou er hjá Hertha Berlín.
Kalou er hjá Hertha Berlín.
Mynd: Getty Images
Fabio Quagliarella reimar enn á sig markaskóna.
Fabio Quagliarella reimar enn á sig markaskóna.
Mynd: Getty Images
Essien er í Aserbaídsjan.
Essien er í Aserbaídsjan.
Mynd: Getty Images
Talksport tók saman lista yfir fótboltamenn sem hefur ekki mikið heyrst í að undanförnu. Það kemur á óvart að þessir leikmenn séu enn að störfum.

Robinho (Istanbul Basaksehir)
Átti að verða næsta stórstjarna Brasilíu, en hreint út sagt þá rættist ekki úr honum eins og menn höfðu vonað. Hann leikur í dag með Istanbul Basaksehir í tyrknesku úrvalsdeildinni eftir að hafa áður spilað með Sivasspor í sömu deild.

Árið 2017 var Robinho dæmdur í níu ára fangelsi á Ítalíu fyrir aðild sína í nauðgunarmáli, en hann hefur af einhverjum ástæðum ekki enn setið dóminn af sér.

Roque Santa Cruz (Olimpia)
Þessi fyrrum sóknarmaður Blackburn og Manchester City sneri aftur til uppeldisfélags síns í Paragvæ árið 2016 og hjálpaði félaginu að vinna deildarmeistaratitilinn þar í landi.

Hinn 38 ára gamli Santa Cruz er enn í fullu fjöri og hefur á þessu ári skorað sjö mörk í tíu keppnisleikjum.

Eric Djemba-Djemba (Vallorbe-Ballaigues)
Hann spilaði 31 leik fyrir Manchester United og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni frá 2003 til 2007, en síðan þá hefur hann varið víða; allt frá Danmörku til Indónesíu. Djemba-Djemba var orðaður við þjálfarastarf KFR á síðasta ári, en KFR sagði að ekkert hefði verið til í þeim sögum.

Eftir að hafa spilað í sterkustu deild heims þá er Djemba-Djemba í dag í fimmtu efstu deild í Sviss 38 ára gamall.

Mario Gomez (VfB Stuttgart)
Hann raðaði eitt sinn mörkunum með Bayern München og var einn besti markaskorari heims.

Í dag leikur hann með félaginu þar sem ferilinn byrjaði: Stuttgart. Hinn 34 ára gamli Gomez var búinn að skora sex mörk í 18 leikjum í B-deild í Þýskalandi áður en hlé var gert á tímabilinu vegna kórónuveirufaraldursins.

Jo (Nagoya Grampus)
Brasilískur sóknarmaður sem fór til Manchester City árið 2008 og olli miklum vonbrigðum. Hann skoraði aðeins eitt deildarmark fyrir City, en er í dag 33 ára gamall og leikur í Japan.

Hann er búinn að skora 35 mörk í 60 leikjum með Nagoya Grampus, félaginu sem Arsene Wenger var stjóri hjá áður en hann tók við Arsenal.

Nani (Orlando City)
Vann allt sem hægt er að vinna hjá Manchester United þar sem hann var frá 2007 til 2015. Hann lék svo fyrir Sporting Lissabon, Fenerbahce, Lazio og Valencia áður en hann fór til Orlando City í MLS-deildinni í fyrra.

KR-ingar eru nú ekki búnir að gleyma Nani. Portúgalinn skoraði tvennu í æfingaleik gegn KR um daginn. Nani er núna fyrirliði Orlando.

Maynor Figueroa (Houston Dynamo)
Goðsögn í Hondúras og mögulega hjá Wigan líka þar sem hann skoraði eitt besta mark síðari ára. Síðastliðin hefur hann gert það gott í MLS-deildinni í Norður-Ameríku.

Hann er í dag 36 ára og á mála hjá Houston Dynamo eftir að hafa leikið með Colorado Rapids og FC Dallas.

Emre Belözoğlu (Fenerbahce)
Miðjumaðurinn lágvaxni er enn að spila í Tyrklandi og er hann í dag á mála hjá Fenerbahce eftir fjögurra ára dvöl hjá Istanbul Istanbul Basaksehir.

Emre, sem er 39 ára, spilar enn með tyrkneska landsliðinu og á hann yfir 100 landsleiki fyrir þjóð sína.

Milan Baros (Banik Ostrava)
Baros er 38 ára gamall og er að spila í heimalandi sínu, Tékklandi, Baník Ostrava þar sem ferillinn hófst.

Baros er fyrrum sóknarmaður Liverpool og Aston Villa, en frá 2014 hefur hann leikið í Tékklandi.

Salomon Kalou
Kalou, sem vann Meistaradeildina með Chelsea, fór til Hertha Berlín árið 2014 og hefur hann leikið yfir 150 leiki fyrir þýska félagið.

Hann var reyndist vel fyrir Chelsea, en hjá Hertha hefur hann skorað meira en 50 mörk. Á þessu tímabili hefur hann hins vegar aðeins komið við sögu í sjö leikjum.

Hinn 34 ára gamli Kalou var ekki í náðinni hjá Jurgen Klinsmann og spurning hvort að hann fái að spila meira undir stjórn Bruno Labbadia þegar fótboltinn hefst aftur.

Maxi Rodriguez (Newell’s Old Boys)
Argentínumaðurinn skoraði 15 mörk í 57 leikjum fyrir Liverpool á árunum 2010 til 2012. Í dag er hann að spila fyrir uppeldisfélag sitt, eins og fleiri á þessum lista.

Hann er orðinn 39 ára gamall og skórnir hljóta að fara fljótlega upp á hillu.

Keisuke Honda (Botafogo)
Japaninn skrautlegi Keisuke Honda skrifaði í janúar undir samning við brasilíska félagið Botafogo.

Honda er 33 ára miðjumaður sem gerði garðinn frægan með CSKA Moskvu, AC Milan og japanska landsliðinu. Hann hefur einnig verið yfirlandsliðsþjálfari hjá Kambódíu síðustu 18 mánuði við góðan orðstír.

Claudio Pizarro (Werder Bremen)
Ótrúlegt en satt þá er þessi sóknarmaður frá Perú enn að spila fyrir Werder Bremen, 41 árs gamall.

Hann ákvað eftir síðasta tímabil að taka eina leiktíð í viðbót og hans síðasta verkefni á ferlinum verður að reyna að hjálpa Werder að forðast fall úr þýsku úrvalsdeildinni.

Fabio Quagliarella (Sampdoria)
Quagliarella er enn að leika á hæsta stigi þrátt fyrir að vera 37 ára gamall. Og hann heldur áfram að gera það gott.

Á síðasta tímabili hafði hann til dæmis betur gegn Cristiano Ronaldo og varð markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni með 26 mörk. Á þessari leiktíð hefur hann skorað níu mörk í 21 deildarleik.

Michael Essien (Sabail)
Það muna margir eftir Essien frá tíma hans hjá Chelsea. Hann skilaði yfirleitt sínu á miðjunni hjá Lundúnafélaginu.

Hann er enn að spila fótbolta 37 ára gamall og er á mála Sabail í Aserbaídsjan.
Athugasemdir
banner
banner