Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. apríl 2020 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þrír aðrir gætu verið að segja af sér hjá Barca
Mynd: Getty Images
Emili Rousaud, varaforseti Barcelona, sagði af sér ásamt fimm öðrum stjórnarmönnum félagsins til að mótmæla því að Josep Maria Bartomeu fái að halda áfram í forsetastólnum.

Rousaud var gestur í útvarpsþættinum El món á RAC1 og ásakaði kollega sinn um að hafa stolið pening frá félaginu.

„Það er einhver sem setti höndina sína í peningasjóð félagsins. Ég veit ekki hver það var," sagði Rousaud og bætti við að þrír aðrir stjórnarmenn félagsins væru líklegir til að segja af sér.

„Það eru þrír aðrir stjórnarmenn sem gætu verið að segja af sér. Við viljum kosningar strax.

„Þetta snýst ekki um góða eða slæma menn, heldur snýst þetta um rétt og röng gildi til að hafa sem stjórnarmaður knattspyrnufélags."


Sjá einnig:
Stjórnarmenn Barcelona segja af sér og vilja kosningar

Athugasemdir
banner
banner