Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. apríl 2021 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta gæti orðið svolítið Rio, Vida dæmi"
Dusan Brkovic.
Dusan Brkovic.
Mynd: KA
KA samdi í vikunni við serbneska miðvörðurinn Dusan Brkovic fyrir átökin í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Dusan er 32 ára gamall varnarmaður sem á yfir 150 leiki í Ungverjalandi og varð meðal annars ungverskur meistari árið 2014, með Debreceni.

Þá á Dusan um 70 leiki í efstu deild í Serbíu en á síðustu leiktíð lék hann 25 leiki og skoraði í þeim 3 mörk fyrir Diósgyöri VTK í Ungverjalandi.

Rætt var um þennan liðsstyrk í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag. Dusan og Brynjar Ingi Bjarnason munu líklega mynda miðvarpar KA í sumar.

„Ég er mjög ánægður með þetta. Það er búið að vera í einhverri rosalegri fagurfræði með einhverja Dani og einhverja Tjalla í vörninni. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim, þeir hafa gefist vel fyrir mörg lið; Martin Rauschenberg og einn Alexander Scholz. Það hafa komið góðir og vondir Bretar. Ég verð að viðurkenna að ég hef saknað að fá einn heiðarlegan - eitthvað grjóthart stál - frá Austur-Evrópu," sagði Tómas Þór Þórðarson sem er spenntur fyrir komu Dusan á Akureyri.

„Hann er ekki að fara að gera nein mistök. Hann er ekki að fara að heilla okkur með leiftrandi knattspyrnu en hann er að fara að vinna skallaeinvígi og tækla menn."

„Hann og Brynjar gætu orðið stórskemmtilegt miðvarðarpar," sagði Elvar Geir Magnússon og þá sagði Tómas:

„Brynjar er frábær á boltanum. Þetta gæti orðið svolítið Rio og Vida dæmi; Dusan fer upp, Brynjar fer undir og allir vinir."

Rio Ferdinand og Nemanja Vidic eru auðvitað eitt besta miðvarðarpar í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hvort Brynjar og Dusan verði flottir saman í Pepsi Max-deildinni, það kemur í ljós þegar boltinn fer að rúlla.

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Alfons, Rúnar Kristins og Meistaradeildin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner