Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
Markadrottningin komin heim: Voru möguleikar úti en Breiðablik besti kosturinn
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
banner
   mán 10. maí 2021 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Álfa: Getum ekki verið annað en sáttar með jafntefli
Kvenaboltinn
Álfhildur Rósa í leik með Þrótturum
Álfhildur Rósa í leik með Þrótturum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar R., var ánægð með liðsheildina í markalausa jafnteflinu gegn Val í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld en Þróttarar eru með tvö stig úr fyrstu tveimur umferðunum.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Valur

Valur hefur verið eitt besta lið landsins síðustu ár og síðast þegar þessi lið mættust í Lengjubikarnum þá vann Valur með átta mörkum gegn engu en það var hins vegar breyting á í dag.

Þær voru skipulagðar í varnarleiknum og áttu sín færi en Álfhildur var mjög ánægð með úrslitin.

„Mér fannst við standa ótrúlega vel í þessu sterka liði og við getum ekki verið annað en sáttar með jafntefli," sagði Álfhildur við Fótbolta.net.

„Uppleggið var að reyna að halda góðum varnarleik. Við vitum að þær pressa mikið og reyna að koma boltanum hratt út þegar við erum með hann og sýna hvað við getum."

„Mér fannst við ná að gera þetta mjög vel og vinna vel saman sem lið. Það sást í leiknum og gera þetta á hörkunni."

„Ég held að aðeins að tengjast betur og vinna betur saman sem lið, þetta er allt að klikka."


Þróttur náði í fjóra erlenda leikmenn fyrir tímabilið og þær hafa verið að stimpla sig vel inn í liðið.

„Þær eru að standa sig gríðarlega vel og verða betri með hverri æfingunni og hverjum leik. Við erum mjög sáttar með þær."

Það hefur verið mikið af óvæntum úrslitum í fyrstu tveimur umferðunum til þessa og gæti deildin verið jafnari þetta árið en hefur verið síðustu ár.

„Ég held að þetta verði ótrúlega spennandi deild og jafnari en hefur verið áður og það er auðvitað ótrúlega skemmtilegt. Markmiðið er að gera betur en í fyrra og halda okkur uppi," sagði hún svo í lokin.
Athugasemdir
banner