þri 10. maí 2022 14:42
Elvar Geir Magnússon
Man City kaupir Haaland (Staðfest)
Haaland mun skrifa undir samning til 2027.
Haaland mun skrifa undir samning til 2027.
Mynd: EPA
Manchester City hefur staðfest að það sé frágengið samkomulag við Borussia Dortmund um kaupin á norska sóknarmanninum Erling Haaland.

Haaland er 21 árs og fer til City í sumar en félagið virkjaði 63,2 milljóna punda riftunarákvæði í samningi hans.

Í yfirlýsingu City segir að samkomulag sé í höfn en það eigi eftir að klára að semja við leikmanninn sjálfan.

Haaland hefur skorað 85 mörk í 88 leikjum fyrir Dortmund síðan hann kom frá Red Bull Salzburg í janúar 2020.

Spænsku risarnir Real Madrid og Barcelona töluðu einnig við Haaland en hann ákvað að semja við City.

Guardian segir að Haaland fái um 350 þúsund pund í vikulaun auk bónusgreiðslna. Hann mun skrifa undir samning til 2027.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner