Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 10. júní 2021 21:56
Victor Pálsson
2. deild: Reynir vann Þrótt Vogum - Mikið fjör á Grenivík
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Reynir Sandgerði er á toppnum í 2. deild karla eftir virkilega góðan útisigur á Þrótti Vogum í sjöttu umferð sumarsins.

Reynir var fyrsta liðið til að vinna Þrótt í sumar en lokatölur urðu 3-1 fyrir Reynismönnum sem eru með 12 stig á toppnum.

Þróttarar voru taplausir fyrir viðureignina en höfðu þó gert þrjú jafntefli í fyrstu fimm leikjunum.

Markaleikur kvöldsins var á Grenivík þar sem Magni og KF skildu jöfn, 3-3. Jöfnunarmark KF skoraði Ljubomir Delic í blálokin.

Njarðvík vann þá góðan 2-0 heimasigur á ÍR og skildu KV og Haukar jöfn, 1-1.

Þróttur V. 1 - 3 Reynir S.
0-1 Sæþór Ívan Viðarsson('20)
1-1 Viktor Smári Segatta('25)
1-2 Edon Osmani('32)
1-3 Kristófer Páll Viðarsson('69)

Njarðvík 2 - 0 ÍR
1-0 Andri Fannar Freysson('24)
2-0 Helgi Freyr Sigurgeirsson('82, sjálfsmark)

Magni 3 - 3 KF
1-0 Jeffrey Monakana('17)
1-1 Þorsteinn Þorvaldsson('22)
1-2 Theodore Wilson
2-2 Hjörvar Sigurgeirsson('59)
3-2 Jeffrey Monakana('86, víti)
3-3 Ljubomir Delic('94)

KV 1 - 1 Haukar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner