Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 10. júní 2021 19:53
Victor Pálsson
Pepsi Max-kvenna: Fyrsti sigur Fylkis kom gegn Tindastól
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 2 - 1 Tindastóll
1-0 Hulda Hrund Arnarsdóttir ('26 )
2-0 Shannon Simon ('55 )
2-1 Hugrún Pálsdóttir('88)
Lestu nánar um leikinn

Fylkir vann sinn fyrsta sigur í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld er liðið mætti Tindastól í lokaumferð sjöttu umferðar.

Fylkisstúlkur voru á botninum með tvö stig fyrir leikinn og var eina liðið sem hafði ekki unnið leik.

Tindastóll var í næst neðsta sætinu með aðeins fjögur stig en liðið vann ÍBV óvænt í annarri umferð deildarinnar.

Fylkir tók forystuna á 26. mínútu leiksins en Hulda Hrund Arnardóttir skoraði þá með góðu skoti eftir undirbúning frá Sæunni Björnsdóttur.

Annað markið var skorað á 55. mínútu er Shannon Simon kom knettinum í netið. Það var einnig Sæunn sem lagði upp það mark með fínni fyrirgjöf á Shannon sem skallaði boltann að marki.

Leikurinn var ágætis skemmtun eftir seinna markið og tókst Tindastól að minnka muninn þegar tvær mínútur voru eftir.

Hugrún Pálsdóttir potaði þá boltanum í netið af stuttu færi og kom gestunum aftur inn í leikinn.

Fleiri urðu mörkin þó ekki og er það nú Tindastóll sem rekur lestina í deildinni með fjögur stig á botninum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner