Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. júní 2023 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta deildin: KA upp að hlið FH - Dramatík í Vesturbænum
KA vann góðan heimasigur.
KA vann góðan heimasigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Felix Örn Friðriksson.
Felix Örn Friðriksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA vann góðan heimasigur og þá var jafntefli í Vesturbænum í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Bestu deild karla á þessum sólríka laugardegi.

KA hefur ollið vonbrigðum í deildinni hingað til, en liðið ætlaði sér að vera með í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Svo verður ekki, en þeir geta áfram leyft sér að dreyma um Evrópusæti.

Þeir fengu Fylkismenn í heimsókn Akureyri í dag, en Árbæingar eru ólseigir. Sveinn Margeir Hauksson kom KA yfir eftir hálftíma leik og Harley Willard gerði sitt fyrsta mark í efstu deild á 62. mínútu. Benedikt Daríus Garðarsson klóraði í bakkann fyrir Fylki á 85. mínútu en lengra komst Fylkir ekki.

KA fer upp að hlið FH í fjórða sæti með 17 stig en Fylkir er með ellefu stig í níunda sæti.

Dramatískt jafntefli
KR hefur verið að rífa sig í gang í undanförnum leikjum eftir ansi erfiða byrjun á mótinu en þeir höfðu tekið sjö stig í síðustu þremur leikjum sínum fyrir viðureign gegn ÍBV í Vesturbænum í dag.

Þetta var hörkuleikur og góð skemmtun en Eyjamenn fengu víti eftir um klukkutíma leik. Simen Lillevik Kjellevold, sem hefur verið gagnrýndur fyrir sína frammistöðu, varði hins vegar vítið frá Sverri Páli Hjaltested. Stuttu eftir það skoraði Sigurður Bjartur Hallsson og kom KR yfir.

KR virtist vera að landa sigrinum en í uppbótartíma fékk ÍBV aðra vítaspyrnu og þá fór Felix Örn Friðriksson á punktinn og skoraði. Stuttu eftir það var Breki Ómarsson nálægt því að stela sigrinum fyrir ÍBV en setti boltann í stöngina.

Jafntefli niðurstaðan og er KR núna í sjöunda sæti með tólf stig á meðan ÍBV hefur tíu stig í ellefta sætinu.

Núna er í gangi stórleikur FH og Breiðabliks í Kaplakrika. Það er kominn hálfleikur þar en hægt er að fylgjast með textalýsingu með því að smella hérna.

KA 2 - 1 Fylkir
1-0 Sveinn Margeir Hauksson ('30 )
2-0 Harley Bryn Willard ('62 )
2-1 Benedikt Daríus Garðarsson ('85 )
Lestu um leikinn

KR 1 - 1 ÍBV
0-0 Sverrir Páll Hjaltested ('60 , misnotað víti)
1-0 Sigurður Bjartur Hallsson ('69 )
1-1 Felix Örn Friðriksson ('92 , víti)
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner