Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   lau 10. júní 2023 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir Man City og Inter: Rodri og Ederson frábærir - Lukaku féll
Mynd: EPA

Rodri var hetja Manchester City þegar liðið vann Meistaradeild Evrópu í kvöld með 1-0 sigri á Inter í úrslitum.


Hann fær hæstu einkunn en John Stones, Ruben Diaz og Ederson eru ekki langt undan. Ederson var frábær undir lok leiksins og sigldi sigrinum endanlega í mark.

Romelu Lukaku kom inn á sem varamaður í liði Inter en hann fann sig engan vegin. Honum tókst að koma í veg fyrir mark Inter þegar hann var fyrir skalla frá Federico Dimarco og þá klikkaði hann á dauðafæri seint í leiknum.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá einkunnir sem Sky Sports gaf leikmönnum.

Man City: Ederson (8), Akanji (7), Dias (8), Ake (7), Stones (8), Rodri (9), De Bruyne (7), Gundogan (7), Haaland (7), Grealish (7).

Varamenn: Foden (7), Walker (7).

Inter: Onana (7), Dumfries (6), Acerbi (7), Bastoni (7), Darmian (7), Barella (7), Brozovic (7), Calhanoglu (6), Dimarco (7), Dzeko (6), Lautaro Martinez (6).

Varamenn: Lukaku (4), Gosens (6), Bellanova (6), Mkhitaryan (6), D’Ambrosio (6).


Athugasemdir
banner
banner
banner