Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
banner
   lau 10. júní 2023 22:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Svo erfitt að vinna þennan helvítis bikar
Mynd: EPA

Pep Guardiola var létt eftir að hafa unnið Meistaradeildina með Manchester City eftir sigur á Inter í kvöld.


„Það er svo erfitt að vinna þennan helvítis bikar. Inter eru svo góðir, Antonio Conte myndi læra mikið af þeim. Þeir veiða þig upp völlinn og lyfta boltanum yfir á framherjana," sagði Guardiola.

City var ekki upp á sitt besta í upphafi tímabils en tókst að rífa sig í gang og vinna þrennuna.

„Ég var ekki pirraður, við vorum kannski ekki að spila eins vel og við gátum en Arsenal voru stórkostlegir. Eftir HM tókum við skref fram á við og við náðum þessu," sagði Guardiola.


Athugasemdir
banner
banner