Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   lau 10. júní 2023 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjartan Henry mikið í umræðunni - Fengu báðir gult spjald
watermark Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður FH, er mikið á milli tannana á fólki eftir leik gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í dag.

Kjartan kom inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum og um mínútu eftir að hann kom inn á þá lenti hann í átökum við Damir Muminovic, varnarmann Breiðabliks.

Kjartan og Damir fengu báðir gult spjald frá Sigurði Hirti Þrastarsyni, dómara leiksins, en á samfélagsmiðlum er mikil umræða um það hvort að liturinn hefði átt að vera annar litur á spjaldinu hjá Kjartani.

Kristján Óli Sigurðsson, stuðningsmaður Breiðabliks, er harðorður í garð Kjartans en Þorkell Máni Pétursson, sem unnið hefur sem sérfræðingur í kringum Bestu deildina fyrir Stöð 2, er á því að þetta hafi aldrei verið rautt spjald.

„Aldrei rautt! Næsta mál," skrifar Máni og er ósammála Kristjáni. Sumir saka Damir um leikræna tilburði, en það skapaðist mikill hiti á milli hans og Kjartans eftir þetta.

Kjartan var fyrir stuttu dæmdur í bann fyrir að gefa Nikolaj Hansen olnbogaskot. KSÍ dæmdi þá Kjartan í bannið en hann getur ekki farið í bann fyrir atvikið í dag þar sem hann fékk gult spjald fyrir það af dómara leiksins.

Hægt er að sjá brot af umræðunni hér fyrir neðan og deila einhverjir myndbandi af atvikinu en leikurinn var sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Dæmi hver fyrir sig.

Damir gaf ekki kost á sér í viðtal eftir leikinn í dag, en hann er á leiðinni í bann út af þessu gula spjaldi sem hann fékk í dag.

Sjá einnig:
Kjartan Henry: Spilaði í átta ár erlendis og aldrei var þetta umræðan
Athugasemdir
banner
banner
banner