Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   lau 10. júní 2023 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin í dag - Úrslitastund í Istanbúl
Mynd: Getty Images

Það er komið að úrslitastund í Meistaradeildinni þetta árið. Manchester City og Inter Milan mætast á Ólympíuleikvangnum í Istanbúl.


City getur náð mögnuðum árangri og unnið stóru þrennuna (Deild, FA bikar og Meistaradeild) sama tímabilið.

Erkifjendurnir í Manchester United unnu þrennuna frægu árið 1999 og vilja þeir svo sannarlega halda þeim heiðri útaf fyrir sig.

Það hefur verið mikil pressa á Pep Guardiola að vinna Meistaradeildina hjá City. Hann hefur náð frábærum árangri með félaginu en á enn eftir að vinna bikarinn með stóru eyrun á sjö ára ferli sínum með liðið.

Inter kom mörgum gríðarlega á óvart með því að vinna erkifjendur sína í AC Milan í undanúrslitum.

19:00 Man City - Inter


Athugasemdir
banner
banner