Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   lau 10. júní 2023 21:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rodri: Ég var ömurlegur í fyrri hálfleik
Mynd: EPA

„Þetta er draumur sem er orðinn að veruleika," sagði Rodri, hetja Manchester City eftir sigur liðsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld.


Rodri skoraði eina markið í sigri á Inter í Istanbul.

„Allir leikmennirnir og stuðningsmennirnir áttu þetta skilið, hafa beðið eftir þessu í mörg ár, ég veit ekki, 20, 30, 40 ár, ég hef bara verið hérna í fjögur ár. Við vorum svo nálægt þessu í fyrra. Guð gefur manni kraft þegar maður er kominn svona langt," sagði Rodri.

„Það gáfu allir allt í þetta, ég var ekki góður í fyrri hálfleik, ég var ömurlegur. Ég hugsaði með mér að ég yrði að komast yfir það og ég skoraði mark, ótrúlegt."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner